Allt fyrir auðmenn

Punktar

Áfram halda árásir ríkisstjórnarflokkanna á almenning. Vikulega berast vondar fréttir af Landspítalanum. Skurðstofuteymi eru lögð niður, unglæknar vilja ekki koma til starfa upp á kjörin, ekkert viðhald er á leku húsnæði og forngripum í tæknibúnaði. Menntun er rýrð og í gær var ráðist gegn göfugasta og virkasta þætti menntakerfisins, sjálfri öldungadeildinni. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skera hvarvetna til blóðs til að létta byrðar kvótagreifa og annarra auðgreifa. Aldrei í sögu lýðveldisins hafa bófar unnið jafn eindregið að tilfærslu eigna frá almenningi og að rýrari heilsu og menntun almennings. Allt fyrir auðmenn.