Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu aumingja ganga vel. Fyrst var lækkuð auðlindarenta kvótagreifa og afnuminn auðlegðarskattur. Bjarni Benediktsson er síðan farinn að undirbúa næsta skref: Skattaafslátt fyrir hlutabréfakaup. Ekki er að efa, að allt þetta kemur sér vel fyrir aldraða og öryrkja, svo og aðra aumingja. Senn kemur að því, að ríkisstjórnin kemst niður allan sinn forgangslista. Á haustdögum verður hún búin að leysa allan vanda aumingja. Getur þá með sanni sagt, að búið sé að senda tékkann í pósti. Aðalatriðið er, að hún veit vel, hvaða aumingjar eru allra mest þurfandi í þjóðfélaginu.