Skyndilega er komið í ljós, hvers vegna nauðsynlegt er að leggja aðalbraut um Gálgahraun. Með því kemst jörðin Selskarð í gott samband við vegakerfi höfuðborgarsvæðisins. Jörðina eiga meðal annarra þeir Engeyjarbræður, Einar og Benedikt Sveinsson, faðir fjármálaráðherrans. Með veginum verður hægt að selja lóðir dýrum dómum úr jörðinni. Samkvæmt skipulagi, sem gert var, þegar Bjarni Ben. var í skipulagsnefnd Garðabæjar. Þar með aukast eignir Engeyjarættar um hundruð milljóna og tekjurnar að sama skapi. Bráðræði þessarar vegagerðar er bara hefðbundin lóðaspilling um að auka skyndilega verðmæti landareignar.