Allt fyrir mína menn

Punktar

Ég man þá tíð, að DV hafði þrjá fjórðu af útbreiðslu Moggans. Hafði samt varla einn tíunda af auglýsingatekjunum. Það stafaði af, að auglýsendur töldu Moggann gæta hagsmuna sinna en DV ekki. Hannes Hólmsteinn Gissurarson kvartaði þá ekki yfir þessu misræmi. Nú grætur hann hins vegar hástöfum yfir skorti á aðgangi Moggans að auglýsingum í hlutfalli við útbreiðslu. Þetta einkennir einmitt málflutning Hannesar. Hann tekur jafnan málstað sínna manna, burtséð frá hagfræðilegum trúar- og kennisetningum frjálshyggjunnar. Í raun er hann ekki frjálshyggjumaður, heldur allt-fyrir-mína-menn maður.