Hægri flokkar töpuðu kosningunum, en vinstri flokkar náðu ekki meirihluta. Ekki tókst að mynda slíka ríkisstjórn með Framsókn. Nýir flokkar Sigmundar og Fólksins skekktu myndina. Sjálfstæðisflokkurinn reynir efalaust að mynda stjórn með þeim og Framsókn. Útlit er fyrir frekar ósamlynda ríkisstjórn eftir langvinnt þjark. Þar sem Framsókn sleit viðræðunum, horfir dæmið þannig við, að hún hyggist ná sáttum við Miðflokk Sigmundar. Það verður skrautleg sátt og skrautleg stjórn með tveimur Panama-prinsum. Kjósendur verða næst að gera upp við sig, hvernig stjórn þeir vilja. Ekki mun lengi duga að niðurstöður kosninga verði endurtekið patt.