Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra er skemmtikerling mikil. Lætur eins og grúppía, þegar útlendingar koma. Klappar saman lófunum og brosir út að eyrum, þegar hún heyrir um stóriðju. En fleira er í sigti. Er þegar byrjuð að fagna amerískri verzlun, sem vill selja nýtt kjöt, benzín og brennivín í sömu búð. „Ég sé fyrir mér, að við getum látið þetta ganga, já.“ Á þó eftir að heyra í hagsmunagæzlu vinnslustöðva landbúnaðarins, þar á meðal Guðna. Einnig að fá breytt lögum um áfengissölu, sem margir þingmenn eru andvígir þvert á flokka. Ragnheiður Elín keppir við Framsókn í rugli, allt í sömu steik. Eða sömu búð.