Allt lánsféð er til

Punktar

Tvö þúsund milljarðar liggja meira eða minna ónotaðir í bankareikningum landsmanna. Bankarnir þora ekki að lána þessa peninga og lífeyrissjóðirnir halda að sér höndum. Þetta eru meira en nógir peningar fyrir atvinnuna í landinu. Við þurfum ekki einkunnir frá Fitch og Poor. Þeir mega setja okkur á rusllista. Við þurfum ekki lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, sem er handrukkari Bretlands og Hollands. Þurfum ekki lán frá Norðurlöndunum. Eigum að hætta þessu rugli, sem byggist á úreltum lögmálum alþjóða fjármagnsins.