Allt með íslam að gera

Punktar

„Þetta hefur akkúrat ekkert með íslam að gera.“ Enn einu sinni er órökstudda mantran þulin. Verður aldrei réttari, þótt faðir fjöldamorðingja eða íslenzkur doktorsnemi þylji hana. Íslam er núna eins og kristni var á miðöldum. Kristni er nú jaðarmál á vesturlöndum. Íslam er þungamiðja lífsins í löndum múslima, meira að segja í Tyrklandi. Ekkert þýðir að kenna einhverju hliðaratriði um óhæfuverk múslima. Til dæmis: Sharia. Öfgaklerkum salafída/wahabíta. Hatri eins á hommum og lessum. Forskriftum um kvenhatur og barnaníð. Reglum um morð á vantrúarfólki. Lágri stöðu múslima í vestrænum heimi. Allt á þetta sínar forsendur í íslam.