Allt sjálfvirkt nema laun

Punktar

Á hálfu ári hafa neyzluvörur hækkað um 5%. Hér ríkir nánast einokun á öllum sviðum, sem plaga almenning. Seljendur gera með sér þegjandi samkomulag um að halda áður samþykktum verðmun. Neytendur eru ofurseldir þessu og geta enga björg sér veitt. Alþýðusambandið gerir þó verðkannanir, sem samtök atvinnulífs rægja sem mest þau mega. Búin hefur verið til láglaunagildra, sem felst í, að allt lífið er fólgið í sjálfvirkum hækkunum. Nema launin. Láglaunafólk getur ekki sótt sér neinar kjarabætur gegn stálvirki atvinnurekenda og ríkisstjórnar. Þegar gerðar eru kröfur um laun, sem þó eru lægri en útgjöld, er blásið á það.