Auðvelt hefði verið að láta Landspítalann fá þá tólf milljarða, sem hann þarf til að losna frá hengifluginu. Auðvelt hefði verið að setja fyrirhugað náttúruminjasafn upp í Perlunni. Auðvelt hefði verið að halda vaxtabótum og barnabótum í fyrra formi. Auðvelt að halda inni framlaginu í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Auðvelt hefði verið að hefja átak nýsköpunar atvinnulífs. Auðvelt hefði verið að reka framhaldsskólana og heilsugæzlustöðvarnar. Þetta og ótalmargt annað hefði verið hægt að hafa í fjárlögum. Ef silfurskeiðungar hefðu neitað landsgreifunum um afslátt af auðlindarentu og auðlegðarskatti.