Mikill og langvinnur samdráttur í neyzlu lambakjöts á ekki að koma neinum á óvart. Fyrir löngu var vitað, að stjórnlaus framleiðsla fyrri áratuga mundi enda með ósköpum, fyrst með lækkun og afnámi niðurgreiðsla, síðan með hertri samkeppni annarra matartegunda og loks með framleiðslukvótum, sem sífellt eru skertir á alla línuna, svo að búin verða of lítil. Fyrir löngu var vitað, að ekki yrði hægt að selja offramleiðsluna til útlanda. Fyrir löngu var vitað, að ekki væri rúm á Íslandi fyrir fleiri en 200-300 sauðfjárbændur, ef bústærð þeirra ætti að vera fjárhagslega hagkvæm. Menn voru sagðir óvinir bænda fyrir að spá því, sem nú hefur rætzt að öllu leyti.