Allt var vitað 2003

Punktar

Að ráði ríkisstjórnar Bandaríkjanna studdi Ísland stríðið gegn Írak. Tveir ráðherrar, sem nú eru horfnir, ákváðu að hlusta ekki á ríkisstjórnir Frakklands og Þýzkalands og ótalmargar aðrar ríkisstjórnir. Þeir ákváðu að hlusta ekki á erlenda og innlenda álitsgjafa, sem þá þegar mæltu hart gegn innrásinni. Ég gagnrýndi hana hart og oft. Skondið er að heyra Þorgerði Katrínu ráðherra koma af fjöllum og tala nautaskít um málið, rétt eins og bandarísk ráð hafi verið hin einu í stöðunni. Árið 2003 var nóg vitað til að hafna stríðinu strax.