Allt vill lagið hafa

Punktar

Hvorki Vinstri græn né Samfylkingin taka undir kröfu Pírata um samþykkt nýrrar stjórnarskrár á stuttu alþingi. Sýnir takmarkaðan áhuga gömlu flokkanna á nýrri stjórnarskrá, annan en að tala og tala um hana. Hefur þó verið rædd árum saman og verið snyrt til á þingi fyrir fjórum árum. Sýnir líka, að píratar komast skammt með þetta höfuðmál, nema með því að finna sátt í málinu. Kannski verður að semja um millilangt kjörtímabil, 3 ár. Slíkt mundi líka gefa tíma til að afgreiða nokkur fjárlög með áherzlum Pírata í uppboðum veiðileyfa og frjálsum strandveiðum, í heilbrigðismálum, velferð og skólamálum. Allt vill lagið hafa.