Allt virðist eitrast

Punktar

Allt virðist eitrast, sem Ólafur Ragnar Grímsson snertir. Vinir hans í Kína, Rússlandi og ríkjum Arabíuskaga eru hvarvetna fyrirlitnir. Hvarvetna er hlegið að kenningum hans um heimsvægi norðurslóða með höfuðborg í Sankti Pétursborg. Líka að kenningum hans um, að krónan sé ekki meðsek í gjaldeyrishruni okkar. Ólafur Ragnar kemst ekki út úr þeim hnút ævisögunnar að hafa verið klappstýra hinnar geðbiluðu útrásar bankabófa. Þar botnfraus hann og er enn að lofsyngja útrásina og hina íslenzku fyrirmynd annarra þjóða. Þótt heimskulegt sé, gengur þetta vel ofaní þjóðrembda fábjána, sem elska að láta strjúka sér og klappa.