Allt vont kemur að utan

Punktar

Geir talar í síbylju um, að kreppan sé ekki íslenzk, heldur komi að utan. Því sé kreppan ekki sér að kenna og því þurfi hann ekki að fara frá. Hann virðist halda, að hrun Íslands sé svipað og erlenda kreppan. Eða þá að hann heldur sig geta logið því að þér, að svo sé. Raunar er himinn og haf milli erlendu kreppunnar og íslenzka hrunsins. Mismunurinn er ferlegur Davíð og ferleg Geir og Ingibjörg. Mismunur Íslands og útlanda er ferlegt stjórnarfar á Íslandi. Hrun Íslands er stjórnvöldum um að kenna og engum öðrum. Það er hins vegar gamall plagsiður hér á landi, að telja allt vont koma að utan.