Þrjár fréttir hafa vakið athygli mína, þótt mig skorti tíma til að sinna þeim með vel völdum orðum:
1. Talsmaður óreiðumanna hefur fært frambjóðanda koss dauðans með því að styðja hann í prófkjöri. Sigurður G. Guðjónsson lagatæknir hvetur fólk til að kjósa Össur Skarphéðinsson.
2. Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómari ímyndar sér, að dómarar geti haldið dómum leyndum fyrir almenningi og rukkað málsaðila um háar fjárhæðir fyrir afrit. Samt býður hann sig fram til Hæstaréttar.
3. Tónlist er ekki lengur flutt í Kastljósi, því að Ríkisútvarpið hefur ekki lengur efni á að borga. Mikið er ég feginn.