“Þungir dómar” segir í fyrirsögn fréttar á Vísi. Ekki er upplýst, hver telji þetta, einhver lagatæknir, blaðamaðurinn eða amma blaðamannsins. Gott dæmi um bullið, sem flæðir í stríðum straumum um fjölmiðla dagsins. Ótaldar eru furðulegustu málvillur, sem Eiður Guðnason rekur daglega í dálki sínum. Nú hefur birzt skýring. Samkvæmt rannsókn Svanbjargar H. Einarsdóttur er krafa ritstjórna um afköst orðin svo þung, að fréttamenn setja bara fyrirsagnir ofan við áróður fréttatilkynninga. Fara ekki úr húsi, sitja allan daginn við að klippa og líma. Enginn tími til að grafa eftir huldum hneykslisfréttum.