Alltumlykjandi stórfyrirtæki

Punktar

Pólitíkusar og ríkið voru illa aflið í samfélaginu, þegar ég hóf blaðamennsku fyrir hálfri öld. Fjölmiðlar reyndu með misjöfnum árangri að lina heljartökin. Mér fannst það þá vera stóra málið. Um aldamótin voru valdahlutföll orðin allt önnur, „big business“ var illa aflið. Ráðskaðist með pólitíkusa og ríkisvaldið. Tók yfir fjölmiðlana. Hér var þetta hastarlegt, því peningavaldið trúði, að græðgi væri góð. Þessu fylgdi stjórnlaus frekja og yfirgangur. Stéttaskipting magnaðist ört og er orðin óbærileg. Baráttan gegn leynd og með gegnsæi snýst því ekki bara um pólitík og stjórnsýslu, heldur miklu frekar um stórfyrirtæki.