Fráleit finnst mér tilgátan um, að þöggunin vegna kynferðisbrota á börnum hafi stafað af ótta. Kristilega góðgerðafólkið var ekki hrætt við stuttan karl. Vildi bara ekki heyra neitt ljótt. Þöggunin var á vegum fólks á borð við Kolbrúnu Karlsdóttur, sem stýrði Bergmáli. Þegar kvartað var yfir Karli Vigni við hana, brást hún ókvæða við og gerði ekkert. Svipuð viðhorf voru í góðgerðabransanum almennt. Þá sjaldan Karl Vignir var rekinn, var passað að láta ekki fylgja honum viðvaranir til annarra, sem passa smælingja. Þöggunin stafaði fremur af hinni íslenzku siðblindu í góðgerðabransanum og í kerfinu.