Hverjar um aðrar þverar neita valdakonur Sjálfstæðisflokksins að verja gerðir sínar í viðkomandi þingnefndum. Alvarlegast er, að Ragnheiður Elín Árnadóttir neitar að svara atvinnumálaefnd þingsins. Getur nefnilega ekki rökstutt að hafa gefið Matorku, fyrirtæki frænda Bjarna Benediktssonar, 700 milljónir af fé skattgreiðenda. Um Hönnu Birnu þarf ekki að ræða, hún mun aldrei mæta hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis til að ræða lekamálið. Á sama tíma segir Bjarni Benediktsson, að óþarft sé að ræða mál á þingi, því ríkisstjórnin hafi þar meirihluta. Er þá ekki bezt að leggja alþingi niður milli kosninga?