Alþingi er svívirða

Punktar

Efast um, að nokkurs staðar á Vesturlöndum sé eins ömurleg stofnun og það alþingi, sem lauk störfum í nótt. Sekust er stjórnarandstaðan, sem breytti þingstörfum í skrípaleik málþófs. Nærri jafnsekir eru stjórnarsinnar, sem misstu tök á liðinu og misstu við það kjark til að stjórna. Niðurstaðan var að svíkja okkur um stjórnarskrána. Hún hafði verið í löngu ferli og hlotið eindreginn stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta var ekki okkar alþingi, þetta var þing sérhagsmuna. Þetta var siðblint alþingi. Næsta þing verður vonandi ekki skipað neinum þeim þingmanni, sem sveik þjóðina að þessu sinn.