Alþjóðabanki úlfanna

Punktar

Dálkahöfundurinn George Monbiot í Guardian segir eðlilegt, að hinn froðufellandi Paul Wolfowitz, hugmyndafræðingur stríðsins gegn Írak, hafi verið gerður að forstjóra Alþjóðabankans. Sá banki hafi alltaf verið bandarísk hugmynd, smíðuð utan um bandaríska hagsmuni. Monbiot minnir á annan stríðsæsingamann, Robert McNamara, sem varð forstjóri Alþjóðabankans og eyddi peningum hans í risavaxnar stíflur og montmannvirki, sem ollu hörmungum og gerðu þriðja heiminn stórskuldugan. Monbiot segir, að mál fari á sömu leið hjá Wolfowitz, hann verði auglýsing gegn frjálshyggju.