Alþjóðadómstóllinn

Punktar

Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur verið leystur af hólmi af nýjum dómstólum í milliríkjamálum, sem ekki liggja undir því fargi letinnar, sem einkennir stofnanir Sameinuðu þjóðanna. Þessi dómstóll tekur fyrir 50 mál á ári, sama fjölda og fyrr á árum og áratugum. En áratugs gömul Heimsviðskiptastofnun hefur tekið fyrir nokkur hundruð mál og hálfrar aldar Evrópudómstóll hefur tekið fyrir þúsundir mála. Hluti af vandanum felst líka í, að Alþjóðadómstólnum er ekki treyst, dómarar hafa reynzt háðir föðurlandi sínu og dómarar frá alræðísríkjum hafa reynzt hallir undir alræðisstefnur.