Páfadómur hefur löngum verið eitt versta íhaldsafl vesturlanda. Að undirlagi Frans páfa hefur þetta stóra trúarkerfi snúið við blaðinu á brýnum sviðum. Nema um samkynhneigð og fóstureyðingar. Styður fátæka gegn græðgi auðgreifa, varar við bókstafstrú, hafnar valdafíkn, styður umhverfisvernd og ýmislegt annað, sem bandarískir íhaldsgaurar kalla kommúnisma. Þeir urðu raunar klumsa undir ræðu páfa í þinginu. Frans páfi er í sömu sveit og Bernie Sanders og Jeremy Corbyn. Þeir eru tákn um, að græðgivæðing er að verða benzínlaus, nema bara á Íslandi. Hafin er vestræn endurfæðing félagslegs markaðsbúskapar að hætti Þýzkalands.