Álver skila litlu

Punktar

Álver eru ekki lausn á vanda Íslands. Hvorki í kreppum né á öðrum tímum. Fjarðarál býr til 70 milljarða verðmæti árlega. Þar af fara 65 milljarðar til erlendra eigenda. Samtals fara fimm milljarðar til innlends launafólks Fjarðaráls og til ríkisins. Er þá búið að draga kostnað ríkisins frá tekjum þess. Fimm milljarðar eru skítur á priki í samanburði við sjávarútveg og ferðaþjónustu. Auðvitað er ekkert vit í að fórna náttúru Íslands fyrir skuldasöfnun orkuvera. Miklu nær er að nota orku til að reisa gagnaver, sem lítið skaða náttúruna. Álversæði þjóðarinnar minnir á fjármálaæði hennar.