Hlutabréf í álbræðslum lækka ört. Verð á áli er líka farið að lækka og mun senn lækka enn frekar. Álbræðslumenn vilja fæstir festa meira fé að sinni. Fæstar álbræðslurnar verða byggðar hér í bili. Fyrirtækin munu samt sækjast eftir heimildum. Og munu fá þær, því að heimamenn eru sólgnir í álver. Á Húsavík og í Keflavík. Telja þau vera allra meina bót í kreppunni. Eigendur álbræðsla munu hins vegar draga lappirnar og geyma leyfin til betri tíma, þegar kreppunni linnir. En þá munu sjónarmið samfélagsins hafa breytzt. Meira ál linar ekki þjáningar dagsins. Álbræðslur framleiða einkum skuldir.