Skýrsla Tryggva Þórs Herbertssonar og Frederic Mishkin er orðin alþjóðlegt skólabókardæmi um alvondar hagfræðiskýrslur. Gerð var um hana kvikmyndin Inside Job, þar sem þeim félögum er slátrað. Þeir þágu stórfé frá íslenzka Viðskiptaráðinu rétt fyrir hrun. Þóttust sýna fram á, að Ísland væri mjög stöðugt efnahagslega. Það var þveröfugt við raunveruleikann. Þá var Tryggvi Þór á kafi í bankageira útrásarinnar og ráðgjöf fyrir Geir H. Haarde. Síðan varð hann þingmaður og pólitískur sölumaður Sjálfstæðisflokksins. Samtökin, sem borguðu skýrsluna, berjast enn gegn afskiptum stjórnvalda af hagkerfinu.