Umhverfisstofnun amast við akstri brezkra sjónvarpsmanna á nýja hrauninu á Fimmvörðuhálsi. Eru frá Top Gear, vinsælasta þætti brezka sjónvarpsins. Þar koma karlrembdir dellukallar bílum í ýmsar aðstæður. Því fylgja margvísleg mannalæti greifanna. Gos er kjörið efni í slíkan þátt. Það er bara frábært, ef þeir keyra á hrauninu og kveikja í dekkjum. Brezkir sjónvarpsáhorfendur flykkjast til Íslands í kjölfar auglýsingarinnar. Hvaða meinsemi er þetta í garð Top Gear? Ætla mætti, að þeir séu á framfæri Tryggingastofnunar. Leyfum þeim að fara sér að voða í hrauninu. Skemmist hraunið nokkuð eða snjórinn?