Vefbókasalinn Amazon er staðinn að því að þurrka fyrirvaralaust út vefbækur á tölvum viðskiptamanna án þess að gefa skýringu. Sjá Guardian í dag. Minnir á, að í smáa letrinu frá Amazon segir, að viðskiptamenn kaupi ekki bækurnar, heldur hafi þær aðeins á leigu meðan Amazon þóknast. Einnig, að Amazon hafi heimild til að haga sér eins og skepna gagnvart viðskiptamanni. Minnir á, að setja þarf lög gegn græðgi vefbókasala. Evrópusambandið er eini aðilinn, sem hefur styrk og siðferði til að bregða skildi fyrir almenning í máli þessu. Þangað ber okkur að sækja skjól eins og í allri annarri vernd lítilmagnans.