Ameríski draumurinn

Punktar

Ameríski draumurinn snerist um, að útlent fólk flutti aura- og eignalaust til Bandaríkjanna, var duglegt, fékk vinnu og maka. Börnin gengu í skóla, lærðu og gerðu eitthvað sniðugt, urðu rík og lifðu hamingjusömu lífi. Ameríski draumurinn er löngu dauður. Þar er nánast ekkert um flutning fólks milli stétta. Fátækir hafa ekki ráð á góðum háskólum, góðum sjúkrahúsum, góðum elliheimilum og hafa ekki ráð á slysum. Fólk heldur sér einum mánuði frá hungri og útilegu með því að vinna fyrir skít og kanil á skyndibitastöðum. Milljónir eru í fangelsi fyrir fíkniefnamál af ýmsu tagi. Bandaríkin þykjast vera lýðræði, en eru brostið ríki.