Amfetamín er stríðstæki

Punktar

Tveir bandarískir flugmenn, sem óvart drápu fjóra kanadiska friðargæzluliða í loftárás í Afganistan, segjast hafa verið undir áhrifum amfetamíns. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós, að hermönnum er iðulega gefið amfetamín og jafnvel sterkari eiturlyf til að halda þeim vakandi. Einnig hefur komið í ljós, að þetta hefur verið viðtekin venja í hernaði allt frá dögum síðari heimsstyrjaldarinnar. Í nútíma hernaði virðist amfetamín gegna svipuðu hlutverki og berserkjasveppir fornsagnanna gerðu. Thom Shanker og Mary Duenwald segja frá þessu í New York Times í dag.