Án fortíðar og framtíðar

Punktar

Elska að rúlla á eftir mér ferðatösku af stærð handfarangurs áleiðis að hóteli. Koma upp á herbergi, þar sem er einungis það, sem nauðsynlegt er, rúm, borð, stóll, bað, ljós, innstunga, þráðlaust netsamband. Gæti verið hvar sem er í heiminum. Tína upp úr töskunni þetta litla, sem ég þarf til skiptanna. Hér er ekkert til að halda í mig, engar minningar, hvorki fortíð né framtíð, ekkert nema núið. Jú, hér er eitt, rakvél frá því fyrir stríð, sem ég erfði eftir föður minn. Svo og síminn og tölvan, sem eru sambandið við umheiminn. Tengslin við Google og Wikipedia, sem koma í stað dofnaðs og brenglaðs minnis míns.