Varð starsýnt á fyrirsögn í bloggi: “Eru grænfriðungar að drepa kúluskítinn í Mývatni?” Sá fyrir mér vonda kalla kafa í Mývatni til að eyðileggja eitt mesta náttúruundur landsins. Texti bloggsins fjallaði þó ekkert um, hvernig grænfriðungar koma að vandanum. Kristinn Pétursson bloggari var bara orðinn fangi eigin ímyndana um vonzku grænfriðunga. Bloggið var dæmigert fyrir þann vanda, að margir Íslendingar bulla út í eitt. Jafnvel um mál, sem þeir hafa ekki hundsvit á og skeyta engu um rök eða dæmi. Sem betur fer hefur lítið borið á slíku undanfarið. Athugasemdir við veffréttir eru þó enn mest þvæla.