Nútíminn er fullur af froðufellandi auglýsingum í dulargervi ráðlegginga. Dining Out heitir ókeypis bók fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi, gefin út af Sagaz. Þar vantar helminginn af almennilegum veitingahúsum, en lélegum stöðum hrósað í hástert. Góðu staðirnir hafa neitað að borga. Textinn kemur frá matstöðunum, talar sums staðar í fyrstu persónu fleirtölu. Engin verð eru gefin upp. Textinn er svo hástemmdur, að hann nær sjaldnast sambandi við veruleikann. Enda segist Sagaz enga ábyrgð taka á honum. Ferðamönnum er boðið þetta sem lykill að góðu lífi á matstöðum borgarinnar. Svona er lífið.