Andlát auðhyggjunnar

Punktar

Auðhyggja nútímans ýtir lýðræði til hliðar. Endar í yfirtöku bófaflokka á hinu pólitísku valdi. Ferlið er langt komið hér á landi og enn lengra í Bandaríkjunum. Þar eru nánast allir þingmenn í eigu bankabófa og annarra bófaflokka. Trúarkredda nýfrjálshyggju um, að græðgi sé góð, gengur af auðhyggjunni dauðri. Þá kemur að byltingunni. Verður sennilega án blóðsúthellinga hér á landi eins og byltingin austan járntjalds í lok síðustu aldar. Bandaríkin eru hins vegar svo vopnaglöð, að þar má búast við fjöldamorðum. Byltingin er raunar hafin þar með óeirðum og borgaralegum mótþróa. Fjandinn verður svo laus, þegar löggan byrjar að skjóta.