Andlit skálka eru leyndó

Fjölmiðlun

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lagatæknir segir í Fréttablaðinu í dag, að menn eigi aðgang að ásýnd sinni. Geti bannað töku og birtingu mynda af sér. Þetta er það lengsta, sem lagatæknar hafa gengið í túlkun laga í þágu skálkanna í samfélaginu. Undanfarin ár græðgisvæðingar hafa lagatæknar sótt fram á breiðum vígvelli. Víkka hugtak einkalífs og gera bankaleynd að trúaratriði. Þeim hefur tekizt að gera peninga að einkalífi. Skattar, skuldir, eignir, tekjur, kúlulán, svindl og svínarí verða að einkalífi. Af samkeppnisástæðum eru fyrirtæki talin eiga einkalíf. Afleiðinguna sjáum við í hruni Íslands.