Borgarafundurinn í gær sýndi meiri stuðning við harðar aðgerðir í andófi en ég hafði talið. Mest var klappað fyrir grímufólkinu. Það sýnir mér, að fólki er ekki alls varnað. Það hefur séð, að ríkisstjórnin tekur minna en ekkert mark á svokölluðum friðsamlegum mótmælum. Hefur séð, að ríkisstjórnin ætlar ekki að axla neina minnstu ábyrgð og hyggst ekki fara frá á þessu ári. Þess vegna hallast fólk í auknum mæli að róttækari aðgerðum. Þegar þáttaka í þeim er farin að skipta þúsundum, má ríkisstjórnin fara að gæta sín. Algert heyrnarleysi í fílabeinsturni dugir ekki, þegar húsmæðurnar fara í gang.