Andríki í vitlausu liði

Punktar

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir, að Fjármálaeftirlitið hafi verið í vitlausu liði, spilað á vitlaust mark. Ég tek meira mark á honum en á Andríki, útgáfufélagi frjálshyggjunnar, sem segir fjölda reglugerða vera til. Gylfi telur, að margt starfsfólk Fjármálaeftirlitsins sé hæft. Samt hljóta margir þar á bæ að vera vanhæfir vegna trúarofsa í frjálshyggju. Það er ekki fjöldi reglugerða, sem skiptir máli, heldur í hvaða liði menn spila. Fjármálaeftirlitið taldi sig vera klappstýru útrásarinnar. Það gerði enga tilraun til að skrúfa niður útrásina, sem byggð var á fölsuðu bókhaldi.