Andsnúnir ójafnvægi

Punktar

Hugsum okkur samfélag, þar sem verkafólk hefur öll tögl og hagldir á hagkerfinu. Atvinnurekendur séu kúgaðir til að borga of há laun og of há gjöld til ríkisins. Það væri samfélag í ójafnvægi. Píratar mundu vera því kerfi andsnúnir sem eins konar hægri flokkur. Hér á landi er samfélagið í annars konar ójafnvægi. Hinir ríkustu hafa tögl og hagldir á hagkerfinu. Borga of lág laun og koma tekjum undan sköttum með hækkun í hafi, sem endar í skattaskjólum. Hér eru þjóðartekjur sömu og á Norðurlöndum, en velferð mun lakari, samanber húsnæðisleysi ungra, veikindi, örorku og öldrun. Píratar eru þessu ójafnvægi andsnúnir, eins og sumir vinstri flokkar. En sú stefna fer eftir aðstæðum í sérhverju samfélagi.