Andstaða við gelísku

Punktar

Faldar myndavélar eru umdeildar hér á landi eins og víðar, samanber Byrgið. BBC segir skemmtilega frétt frá Írlandi, þar sem sjónvarpsmaður reyndi að tala gelísku víðs vegar um landið. Menn tóku það óstinnt upp. Í sjónvarpinu sést kaupmaður í Dublin henda manninum út fyrir að tala ekki ensku. Andstaðan við gelísku er í BBC talin stafa af samvizkubiti fólks yfir að kunna ekki gamla landsmálið. Ljósi punkturinn var, að unga fólkið sætti sig frekar við gelískuna en hinir gömlu. Kannski kemur að því hér, að fólki verði kastað út fyrir að tala íslenzku.