Andstaðan til hjálpar

Punktar

Ráðherrarnir Sigríður Andersen og Jón Gunnarsson hafna frumvarpi stjórnarinnar um jafnlaunavottun. Sama gera Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason þingmenn. Þetta eru fjórir þingmenn Sjálfstæðis. Sigríður og Óli Björn eru ofsatrúarfólk Hannesar Hólmsteins. Jón og Brynjar eru hins vegar kúgunarsinnar og vilja sýna Viðreisn valdið. Þorsteinn Víglundsson ráðherra þarf því að leita stuðnings úr stjórnarandstöðunni til að frumvarpið nái fram að ganga. Þann stuðning fær hann, en eftir sitja sárindi í nýmyndaðri ríkisstjórn. Vafalaust mun Viðreisn hafna hliðstæðum stórmálum Sjálfstæðis til að sýna, að fleiri en einn séu að spila.