Vaclav Klaus Tékklandsforseti er orðinn forseti Evrópusambandsins. Sérstæður pólitíkus á hægri jaðri tékkneskra stjórnmála. Hreytir ókvæðisorðum í þingmenn sambandsins, sem koma í heimsókn. Telur breytingar á andrúmsloftinu vera ímyndanir. Segir Evrópusambandið vera kommúnistaríki. Forsetastarfið í sambandinu fer í hring á hálfs árs fresti. Klaus varð forseti um áramótin, í kjölfar Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Reiknað er með, að sambandið reki meira eða minna á reiðanum fram að næsta forseta, sem tekur við 1. júlí. Þetta er í fyrsta sinn, að harður andstæðingur Evrópu er forseti álfunnar.