Andúð hægri flokka á öldruðum, öryrkjum og sjúklingum fer jafnt og þétt vaxandi. Minnir á andúð höfðingja fyrri alda á niðursetningum og öðrum þeim, sem minnst máttu sín. Aldrei er rétti tíminn til að færa lífskjör niðursetninga nútímans að breyttum kjörum annarra. Núverandi góðæri er ekki talið vera rétti tíminn fyrir þá. Greiðsluþátttaka þessa hóps er jafnt og þétt aukin. Biðlistar eftir plássi á elliheimilum eru jafnt og þétt lengdir. Matur á stofnunum fer hríðversnandi. Enda sýnir reynsla, að aumingjar kjósa áfram Sjálfstæðis og Framsókn eins og þeir hafa alltaf gert. Erlendis hafa verið stofnaðir flokkar gamlingja, með litlum árangri.