Ekkert breytist, þótt hálfur Sjálfstæðisflokkurinn flytjist yfir í Framsókn. Þetta eru sérhagsmunaflokkar og Framsókn er frekar þrengri, ef eitthvað er. Flokkarnir voru báðir á þingi andvígir þjóðareign auðlinda í stjórnarskrá. Sjálfstæðisflokkurinn gætir hagsmuna kvótagreifa og auðstéttarinnar gegn þjóðinni. Framsókn gætir hagsmuna hluta kvótagreifa og hluta auðstéttarinnar gegn þjóðinni. Tillögur Sjálfstæðisflokksins um skattalækkun snúast bara um skattalækkun þeirra bezt settu með fækkun skattþrepa. Þjóðin hefur ekki hið minnsta gagn af ráfi andvana kjósenda milli tveggja valinkunnra bófaflokka.