Andvana nýtt Ísland

Punktar

Ráðagerðir stjórnarflokkanna um breytt og bætt þjóðfélag fara að mestu út um þúfur. Samanber stjórnarskrána, fyrningu kvótans og rammann um frið í orku- og umhverfismálum. Sumpart stafar þetta af andstöðu Flokksins og Framsóknar og sumpart af áhugaskorti ráðherra. Steingrímur J. Sigfússon hefur til dæmis engan áhuga á fyrningu kvótans. Þótt ljós væri sátt þjóðarinnar við sjálfa sig, vildi hann fremur sættast við Samherja, enda þingmaður kjördæmis hans. Fólk vildi í ársbyrjun 2009 fá nýtt Ísland. En það er andvana fætt vegna andstöðu bófaflokka og Jóns Bjarnasonar og vegna áhugaskorts stjórnarflokka.