Sjálfstæðisflokkurinn á kerfið, æðstu embættismenn og dómara. Hæstiréttur er eign Flokksins. Kom í ljós, þegar rétturinn ógilti kosningar á nauðaómerkilegri tæknivillu. Nú er Flokkurinn að ráða nýjan hæstaréttardómara. Nýbúinn að ráða gagnslausan strák af landsfundi sem forstjóra óþarfrar Stjórnstöðvar ferðamála. Fólk getur rifið sig niður í rass út af slíku, en Flokknum er hjartanlega sama. Hann veit líka, að hann má þindarlaust ofsækja gamlingja án þess að þeir hætti að kjósa hann. Flokkurinn velur ýmist Framsókn eða Samfylkinguna sem hækju sér til aðstoðar. Skásta leiðin út úr þessu kerfi andverðleika er að kjósa Pírata.