Andverðleikar í hafrétti

Punktar

Forstjóri Hafréttarstofnunar hótaði fræðimanni, ef hann breytti ekki niðurstöðu í ritgerð um hafréttarmál. Tómas H. Heiðar skilur ekki grundvallarforsendur vísinda. Telur þau eiga að þjóna ríkjandi hagsmunum. Um slíkt eru fræg dæmi í mannkynssögunni, sem ættu að vera víti til varnaðar. En hér gildir séríslenzka andverðleikaþjóðfélagið. Smámenni sitja á valdastólum í skjóli siðblindra stjórnmálaafla og vilja haga sér eins og Davíð Oddsson. Smámennin útiloka hæfni og reynslu. Sem betur fer eru hæfari menn í stjórn stofnunarinnar. Þeir hafa harmað hótunina og Tómas hefur beðizt afsökunar. Ísland er ekki alvont.

FRÉTTIN