Andvígir sparnaði í ráðuneytum

Punktar

Fækkun ráðuneyta er sjálfsögð. Jafnvel landsfundur Sjálfstæðisflokksins styður hana. Hins vegar er flokkurinn í stjórnarandstöðu og er sem slíkur á móti öllum málum ríkisstjórnarinnar. Þar á meðal fækkun ráðuneyta. Ekki ber að taka þann flokk alvarlega. Þrír framsóknarþingmenn í Vinstri grænum eru líka andvígir fækkun ráðherra. Óttast minni áhrif kvótagreifa og einkum þó minni áhrif bænda. Það eru Jón Bjarnason, sem mundi missa ráðherradjobbið, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, hagsmnunagæzlumenn fortíðarinnar. Fækkun ráðuneyta sparar ríkinu stórfé, en fáir þingmenn hafa áhuga á slíku.