Andvígur stýrivöxtum og niðurskurði

Punktar

Joseph Stiglitz nóbelshagfræðingur telur atvinnuleysi ársins verða 30-50 milljón manns meira en árið 2007. Og að 200 milljón manns færist undir mörk fátæktar á þessu ári. Hann segir flest auðríki hafa tekið upp verndarstefnu, sem minnkar útflutningsverzlun. Hvetur til stóraukins fjármálaeftirlits, einkum alþjóðlegs eftirlits. Hvetur til stóraukins samkeppniseftirlits, einnig á alþjóðlegum vettvangi. Segir ófært, að fátæk ríki greiði stóran hluta tekna sinna í vexti til auðríkja. Hann segir háa stýrivexti og sparnað í ríkisrekstri gera bara illt vera. Lesið grein hans í Guardian í morgun.