Anna er látin

Punktar

Einn helzti rannsóknablaðamaður heims var skotinn í Moskvu um helgina. Anna Politkovskaja var þekkt fyrir uppljóstranir um ógeðslegan hernað Rússa í Tsjetsjeníu og hafði bakað sér hatur Vladimir Pútín forseta, sem nú hreinsar Georgíumenn úr landinu. Hann ber ábyrgð á morðinu, hefur að minnsta kosti kvartað sáran, eins og Hinrik annar Englandskóngur fyrir morðið á Tómasi Becket erkibiskupi árið 1170. Anna var þekktust fyrir bókina “A Dirty War” og skrif sín í Novaya Gazeta um fórnardýr rússneska hersins. Það er henni að þakka, að við vitum, að Pútín er nýr Stalín. Blessuð sé minning hennar.